Þjónusta

Við aðstoðum þig við að meta þínar þarfir, hvort sem þú ert í sjávarútvegi eða tengdum rekstri, og veitum faglega og persónulega þjónustu.

Við leggjum mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina okkar með traustri og vandaðri þjónustu og þar er starfsfólkið okkar í lykilhlutverki. Við erum sérstaklega stolt af Mar Wear vörumerkinu, sem er hannað og framleitt af okkur og alfarið í eigu Voot. Við þekkjum íslenskar aðstæður vel af eigin reynslu og tökum mið af því við hönnun á Mar Wear fatnaði. Þá færð þú hreinsiefni, eldhúsvörur, salernisvörur ásamt ýmsum ræstiefnum einnig hjá okkur.

Við bjóðum auðvitað ennþá upp á hágæða beitu sem við fáum frá traustum alþjóðlegum birgjum, afgreiðum allar pantanir samdægurs og sendum hvert á land sem er. Þú færð fjölda beitutegunda hjá okkur og má þar nefna saury, síld og smokkfisk og koma þær allar í ýmsum stærðum