Foodmax Clean BIO


Fituleysir sem má nota við matvælaframleiðslu og brotnar niður í náttúrunni.


Foodmax Clean BIO er sannkallað fjölnotahreinsiefni. Foodmax Clean BIO er þvottaefni/fituleysir með vatnsgrunni, sem er yfir 90% niðurbrjótanlegt í náttúrunni og hefur bakteríudrepandi eiginleika. Það er mjög árangursríkur fituleysir sem hentar til að hreinsa mörg mengunarefni eins og fitu (dýra- eða grænmetisfitu eða jarðolíu), olíur, lífrænar leifar, lím og brennsluleifar. Foodmax Clean BIO er laust við leysiefni og inniheldur ekki eiturefni. Varan er fáanleg bæði í stórum umbúðum og í úðabrúsum.

Foodmax Clean BIO skal ekki nota til að þrífa gler, spegla eða ómálaðan við.

Foodmax Clean BIO hefur bakteríudrepandi og sótthreinsandi eiginleika. Þessir eiginleikar njóta sín best þegar varan er notuð í hreinu formi. Foodmax Clean BIO passar fullkomlega inn í HACCP-ferla.

Notkun

•      Verksmiðjur

•      Tankar úr málmi & trefjagleri

•      Alls kyns gólfefni, þ.m.t. steinn, marmari, keramíkflísar, malbik og sement

•      Málm- og plasthúðaðir veggir

•      Kjöl og þilför á skipum

•      Vélarhlutar, hlífar, skóflur á vörubílum, vinnuvélar, gröfur

•      Rammar, borð og allir tegundir húsgagna.

•      Vöru- og sendibílar

•      Lestir og neðanjarðarlestir

•      Málaðir fletir (málmur, viður, plast)

Ávinningur

•      Mjög áhrifaríkt

•      Varan er tilbúin til notkunar en er hægt að þynna út (sjá leiðarvísi fyrir þynningu)

•      Ekki eitrað

•      Freyðir ekki

•      Niðurbrjótanlegt

•      Notendavænt

•      Ekki eldfimt

•      Foodmax Clean BIO er óhætt að nota á álhluta og það verndar ál gegn oxun

•      Býr yfir bakteríueyðandi eiginleikum

•      Fjölnotaefni, heildarlausn í hreinsun

Not

•      Við hærra hitastig eykst virkni Foodmax Clean BIO og því skal huga að því að notast við vatnshita á bilinu 40 og 70 °C þegar verið er að þynna efnið.

•      Þegar Foodmax Clean BIO er úðað eykst hreinsunarvirkni efnisins og því er mælt með brúsa með gikk eða einhverri tegund af úðunartæki.

•      Foodmax Clean BIO má nota með háþrýstidælu.

•      Foodmax Clean BIO má nota með hreingerningabúnaði og gólfhreinsunartækjum á vinnustöðum.

•      Þegar varan er notuð á matvinnslusvæðum skal alltaf skola hreinsaða hluti og yfirborð með vatni fyrir notkun.


VNR:87051021

Stærð: 500 ml