Foodmax® Grease CAS


Alsyntetísk úðafita, byggð á kalsíumsúlfónati, og hentar fyrir matvælaiðnað. Þessi tækni einkennist af ótrúlegum vélrænum stöðugleika, háu dropamarki, mikilli burðargetu, minna sliti og frábæru viðnámi gegn vatni, gufu og tæringu. Þessi tækni jafngildir, og er á margan hátt betri, hverri annarri úðafitu.

Foodmax Grease CAS Spray er H-1 viðurkennt til notkunar á matvinnslubúnaði þar sem tilfallandi snerting við matvæli getur átt sér stað. Það er hannað til að veita betri afköst við lágan og háan hita (frá -40 og upp í yfir 200 ºC) og þegar smurt er sjaldan við matvælavinnslu. Það hentar best fyrir litla til miðlungsnotkun við slæmar aðstæður, þar með talin samanlögð virkni (salts) vatns, gufu, hitastigs og annarra framandi efna eins og vinnsluvökva sem notaðir eru við sykurrófuvinnslu. Foodmax Grease CAS má nota til almennrar smurningar, á rennifalsa, keðjur og legur með miklu álagi í matvælaiðnaðinum.


VNR:87051019

Stærð: 400 ml