Performance Release NS


Þessi vara fyrirbyggir losun og er í mjög háum gæðaflokki, ætluð fyrir plastsprautumótun og iðnað þar sem unnið er með hitadeigt plast, hentar til að smyrja úttakspinna án útfellinga. Þessi einstaka vara gerir notanda kleift að losa allt efni úr hitadeigu plasti úr formum og draga úr rýrnun vegna aflögunar efnis. Þar sem Performance Release NS er alfarið laust við sílíkonplast þá þarf ekki að huga að sérstökum aðferðum við hreinsun. Gerviefnagrunnur vörunnar eykur smurningseiginleika hennar og lengir endingartíma verkfæra og íhluta. Performance Release NS er notað til að smyrja úttakspinna við sprautumótun.


VNR:87051064

Stærð: 400 ml