AEG þurrkari með þéttibúnaði í seríu 6000, tekur 8 kg mest. Með rakaskynjara og tímastilli. Hurðarlöm er vinstramegin en hægt er að breyta opnun. Auðvelt er að tæma vatnstank en affalsslanga fylgir með og því einnig hægt að tengja við niðurfall. ProSense® tæknin tryggir að tauið ofþorni ekki. Snýr tromlu í báðar áttir og kemur í veg fyrir að tauið vöðlist saman. Rakaskynjarar, stoppar þegar völdu þurrkstigi er náð .Hægt að velja tíma, láta þurrka í ákveðinn tíma frá 10 mín og upp í 120 mín. Þurrkkerfi eru Bómull ECO, bómull, gerviefni, blandaður þvottur, viðkvæmt, straulétt, rúmföt, sængur, gallabuxur og íþróttafatnaður. Hægt er að velja um þurrkstig á sumum kerfum.