Hampiðjan Ísland ehf tekur við rekstrarvöru- og veiðarfærahluta Voot.
Þú þarft ekkert að gera öðruvísi. Vefsíðan Voot.is verður óbreytt og fyrirkomulag pantana hið sama.
Láttu þér þó ekki bregða þótt þú sjáir merki Hampiðjunnar í stað Voot þegar þú opnar hana.

BS Farmacip súrt kerfishreinsiefni 20 ltr.

Súrt lágfreyðandi kerfishreinsiefni með sótthreinsivirkni til notkunar í lokuðum kerfum.

BS Farmacip:

  • Er notað til þrifa og sótthreinsunar á mjaltakerfum;
  • Inniheldur yfirborðsvirk efni, sem minnka yfirborðsspennu sápublöndu og auka þrifavirkni:
  • Leysir upp ólífræn óhreinindi og oxar lífræn óhreinindi:
  • Skolst auðveldlega af, freyðir ekki;
  • Hentar til að hreinsa ysting og ostaform í mjólkuriðnaði. Ystingsagnir festast síður á formum eftir þrif með BS Farmacip;
  • Hentar til að þrífa kassa í kassaþvottavélum;
  • Hentar til þrifa á öllum sýruþolnum yfirborðum (einnig áli)
  • Inniheldur hvorki fosfór né nítrat

Notkunarleiðbeiningar

BS Farmacip er notað sem súrt hreinsiefni í eins- og tveggja-stiga hreinsikerfum. Vegna yfirborðsvirkra efna í blöndunni er hægt að nota BS Farmacip í eins-stigs hreinsikerfi, t.d.til að þrífa mjólkurflutningatæki, mjólkurtanka og form. Ráðlögð blanda er 0,5-1,5% (w/w).  Að þrifum loknum skal skola yfirborð vel með miklu vatni. Bestur og hagkvæmastur árangur fæst með sjálfvirkri skömmtun á efninu.

pH-gildi: 0-0,5

Vörunúmer:
87017120
Skráðu þig inn til að panta