Hampiðjan Ísland ehf tekur við rekstrarvöru- og veiðarfærahluta Voot.
Þú þarft ekkert að gera öðruvísi. Vefsíðan Voot.is verður óbreytt og fyrirkomulag pantana hið sama.
Láttu þér þó ekki bregða þótt þú sjáir merki Hampiðjunnar í stað Voot þegar þú opnar hana.

Hálkubani MF 2,5kg

Hálkubani lækkar bræðslumark vatns meira en venjulegt salt og bræðir því ís við lægra hitastig.
Hálkubani virkar einnig hraðar en salt og myndar ekki tauma eða rákir á gangbrautum og gólfum.
Hálkubani skemmir ekki malbik, gólfefni, teppi, skó, hjólbarða eða bílalakk.

Notkun:
Stráið þunnu lagi yfir ísinn og leyfið efninu að bræða hann.
Hægt er að nota Hálkubana til fyrirbyggingar, með því að strá áður en kólnar í veðri.

Athugið:
Mælt er á móti notkun efnisins á steinsteypu, sem er innan við árs gömul.
Einnig getur efnið skemmt steinsteypu þar sem eru komnar sprungur.
Hálkubani er rakadrægur og ber því að loka íláti vel eftir notkun.

Vörunúmer:
87003412
Skráðu þig inn til að panta