Hampiðjan Ísland ehf tekur við rekstrarvöru- og veiðarfærahluta Voot.
Þú þarft ekkert að gera öðruvísi. Vefsíðan Voot.is verður óbreytt og fyrirkomulag pantana hið sama.
Láttu þér þó ekki bregða þótt þú sjáir merki Hampiðjunnar í stað Voot þegar þú opnar hana.

Kvoðustöð ProTwin 20m slanga f/2 efni

Einföld, notendavæn og þægileg kvoðustöð til að hengja á vegg. Kvoðustöðin er einföld í uppsetningu þar sem hún er einfaldlega hengd upp á vegg og tengd við vatn. Hægt er að tengja stöðina við tvö efni (t.d.kvoðusápu og sótthreinsi) og þá fást efnin ávallt í réttri blöndu svo hægt er að sprauta sápu- eða sótthreinsiblöndu á lóðrétta fleti í allt að fjögurra metra hæð. Einnig er hægt að velja stillingu þar sem stöðin gefur frá sér hreint vatn til að skola eftir þrif, með ProTwin kvoðustöðinni er því hægt að blautkvoða með sápublöndu, skola sápuna af að loknum þrifum, úða sótthreinsiblöndu á fleti og skola hana síðar af matvælasnertiflötum með einni slöngu og smúlbyssu. Einnig er hægt að fá sem aukahlut við stöðina ProTwin Foam kit til að tengja við loftpressu til að fá þurra og þéttari kvoðu í stað blautkvoðu.

Vörunúmer:
87002915
Skráðu þig inn til að panta

Upplýsingar um vöru

Hámarkshiti vatns
60°C
Þrýstingur
1,5-6 bar
Flæði (efnarás)
10 ltr./mín.
Flæði (skolrás)
13 ltr./mín.
Blöndunarhlutföll
Frá 5:1(20%) til 510:1(0,2%)
Lengd slöngu
10-25mtr.(20 mtr.slanga fylgir)