Stormur Fishtex Jakki

Jakkinn er hannaður með góða endingu í huga. Jakkinn er soðinn og saumaður úr tveimur mismunandi efnum og veitir hann 100% vatns- og vindvörn. Fishtex-efnið sem er notað að framan, á stormlista, á ermum og á baki er sérstakt efni með tvöfaldri PVC-húð sem þolir virkilega erfiðar aðstæður. Atlantic efnið sem er notað ofarlega að framan og á baki er léttara efni og gerir jakkann mjög lipran og þægilegan. Jakkinn er með tveimur vösum að framan, stroffi í ermum, endurskinsmerkjum og stillanlegri hettu. Jakkinn hentar vel við allar erfiðar aðstæður eins og á dekki og við humar- og krabbaveiðar.

Vörunúmer:
SJ014202
Skráðu þig inn til að panta

Upplýsingar um vöru

EFNI
Fishtex & Atlantic (pvc/pólýester)
ÞYNGD
524 gr/m2 & 480 gr/m2
ÞYKKT
0,5 mm & 0,6 mm
ÞOLIR ALLT AÐ
-40°C
STÆRÐIR Í BOÐI
XXS-4XL
LITIR Í BOÐI
Blár/Gulur