GAMAZYME BTC 12 X 1 LTR


Sérhæfður klósett- og baðherbergishreinsir til notkunar um borð í skipum og þá sérstaklega fyrir vacuum klósettkerfi og lokuð frárennsliskerfi um borð. Viðheldur örveruvirkni í klósettkerfinu og kemur í veg fyrir að ólykt berist upp og að útfellingar og óhreinindi leggist inn á lagnir. Sprautið efninu í klósettskálina, skrúppið og látið liggja áður en sturtað er niður. Má einnig nota í spraybrúsa og úða í klósettskálina sem og til þrifa á vöskum og sturtuklefum um borð. Ekki nota klósetthreinsi um borð sem inniheldur sýrur.