Hampiðjan Ísland ehf tekur við rekstrarvöru- og veiðarfærahluta Voot.
Þú þarft ekkert að gera öðruvísi. Vefsíðan Voot.is verður óbreytt og fyrirkomulag pantana hið sama.
Láttu þér þó ekki bregða þótt þú sjáir merki Hampiðjunnar í stað Voot þegar þú opnar hana.

Boostix bakryksuga með hleðslurafhlöðu

BoostiX bakryksuga með hleðslurafhlöðu er frábær þar sem erfitt er að koma hefðbundinni ryksugu við eins og t.d.í stigum/tröppum, hópbifreiðum, flugvélum og það besta er að það er engin snúra að þvælast fyrir.

Rafhlaðan dugar í allt að 42 mínútna vinnu á einni hleðslu og hleður sig á innan við klukkustund. Ryksugan er með 5 lítra ryksugupoka úr filtefni, stillanlegu ryksuguröri, stillanlegum ryksuguhaus og 1,3 metra ryksugubarka.

Boositx er með mjög þægilegar bakfestingar, er aðeins 6,6kg að þyngd og barkinn snýst í 360° svo hann hreyfist auðveldlega.

Vörunúmer:
87002871
Skráðu þig inn til að panta

Upplýsingar um vöru

Lengd ryksugubarka
1,3 mtr
Rúmmál tanks
6 ltr
Stærð ryksugupoka
5 ltr
Þyngd
6,6 kg
Hljóðstyrkur
67 dB