Vél sem hentar til dælingar á vatni eftir flóð eða vatnstjón.
Vélin er með sterkbyggðan 50 lítra tank og innbyggða vatnsdælan getur dælt allt að 14.000 lítrum af vatni á klukkustund. Netsía við inntak kemur í veg fyrir að lauf, viður eða aðrir smáhlutir berist í dæluna. Vatndælist viðstöðulaust úr vélinni gegnum 10 metra affallsbarka, einnig er hægt að tengja brunaslöngu við affallsstútinn. Einnig er hægt að nota vélina sem hefðbundna vatnssugu.